Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Skiljo til Keflavíkur
Mánudagur 31. desember 2007 kl. 11:43

Skiljo til Keflavíkur

Nýr leikmaður er genginn til liðs við knattspyrnulið Keflavíkur en það er Ivica Skiljo. Hann er 27 ára gamall og kemur frá Örgryte í Svíþjóð, uppalinn í Gautaborg, hjá Kortedala IF sem einnig er uppeldisfélag Kenneths Gustavssonar, sem hefur leikið með Keflavík síðustu ár. 

Hann hefur bæði leikið í Allsvenskan (úrvalsdeild) sem og Superettan (1. deild) í Svíþjóð. Skiljo er hugsaður sem miðvörður og er leikmaður sem er sterkur varnarlega í leikstöðunni maður gegn manni að því að fram kemur á heimasíðu Keflvíkinga.  Hann er drífandi leikmaður sem hrífur meðspilara sína áfram og fer ávallt fram í vítateig andstæðinganna í föstum leikatriðum og hefur skorað þar ófá mörkin.

Skiljo hefur spilað með eftirtöldum liðum: Kertedala IF, BK Häcken, Trelleborg FF og Örgryte IS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024