Skemmtilegt áheitasund ÍRB í Keflavík
Yfir 30 sprækir sundmenn úr elstu hópum ÍRB tóku þátt í áheitasjósundi Ljósanætur að þessu sinni.
Sundkrakkarnir skiptust flest á að synda leiðina milli Víkingaheima og Keflavíkurhafnar. Þennan árlega viðburð nota krakkarnir til þess að safna fyrir ferðum sínum í tengslum við sundið. Á næsta ári eru tvær ferðir á dagskrá hjá elstu hópunum, æfingaferð til Calella og keppnisferð á Euro Meet í Luxemborg.
Meðfylgjandi myndir og video setti fulltrúi sunddeildarinnar á keflavik.is og þennan texta:
Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til Björgunarsveitarinnar fyrir framlag þeirra. Án ykkar gætum við aldrei gert þetta. Takk fyrir vinnu ykkar og alla aðstoð. Bestu þakkir líka til foreldra sem skipulögðu daginn og útveguðu krökkunum heitt kakó frá IGS og kringlur frá Sigurjóni bakara ;) Takk allir sem styrktu krakkana og þið sem komuð að horfa á þau synda inn í höfnina!
Allir í stuði í Keflavíkurhöfn.