Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 17. maí 2001 kl. 16:59

„Skemmtilegt að byrja með Suðurnesjaslag“

„Knattspyrnuvertíðin leggst vel í mig eins og aðra í Keflavík“, segir Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Keflvíkinga um komandi keppnistímabil. „Það sem blundar helst í okkur er eftirvænting. Undirbúningurinn er búinn að vera langur og strangur og nú tekur það skemmtilega við.“ Gústaf segir liðið vera vel undirbúið undir tímabilið þó boltaæfing á grasi sé ekki eins og hún verður best. Hópurinn er breiður og í liðinu eru bæði reynslumeiri leikmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor í úrvalsdeild. Hann segir að allt velti á samvinnu leikmanna og liðsheildinni. Varðandi spár um gengi liðsins segir Gústaf að spáin sé mjög eðlileg, KR, Grindavík og Fylkir muni berjast um toppsætin enda voru þau lið í baráttunni á síðasta tímabili.
Fyrsti leikur Keflavíkurliðsins er við Grindvíkinga í Grindavík. „Það er mjög skemmtilegt að þetta skuli byrja með Suðurnesjaslag í fyrstu umferð. Leikurinn leggst vel í mig eins og aðrir leikir sem eru framundan“, segir Gústaf og bætir við að hann yrði ekki hissa á því að Keflavík myndi fara með sigur af hólmi ef þeir myndu ná að spila vel.
Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, sagðist í samtali við Víkurfréttir að knattspyrnusumarið leggðist vel í hann og hans menn. Mannskapurinn væri nær allur heill og Grindavík myndi tefla fram sterku liði gegn Keflavík í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024