Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skemmtileg spurningakeppni hjá Keflvíkingum
Miðvikudagur 23. nóvember 2011 kl. 11:08

Skemmtileg spurningakeppni hjá Keflvíkingum

Föstudaginn 25. nóvember standa leikmenn meistaraflokks Keflavíkur í knattspyrnu fyrir Sport Quiz í félagsheimili Keflavíkur í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Keppnin hefst kl. 20:00 og stendur til 21:30. Þema keppninnar í þetta skiptið verður fótboltinn í Keflavík.

Fyrirkomulag verður þannig að 2-3 eru saman í liði.
Umsjónarmenn verða þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Guðmundur Steinarsson.

Aðgangur: 500 kr. en 200 kr. fyrir 14 ára og yngri.
Fyrir hvern: Alla sem telja sig vita eitthvað um fótboltann í Keflavík.
Af hverju: Því þetta er alveg geðveikt gaman og fræðandi.
Verðlaun: Já.

- Hvað vita leikmenn liðsins um félagið sitt?
- Hvað veit þjálfari liðisins?
- Eru stjórnarmenn með þetta á hreinu eða þora þeir ekki að mæta?
- Kemur Puma-sveitin?
- Er Ómar bara markmaður eða veit hann eitthvað?
- Þorir þú að mæta...?

Dæmi um spurningar
- Frá hvaða liði kom Jóhann B. Guðmundsson til Keflavíkur sumarið 2008?
- Hvað heitir heimavöllur Keflavíkur?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef þú veist svörin við þessu þá átt ÞÚ erindi á Sport Quiz Keflavíkur.

Mynd: Tveir af þessum mönnum verða spyrlar, en verður sá þriðji á svæðinu?