Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skemmtikrafturinn Ómar skrifar undir
Fimmtudagur 17. október 2013 kl. 08:08

Skemmtikrafturinn Ómar skrifar undir

Markvörðurinn Ómar Jóhannsson verður áfram í rammanum hjá Keflavík næsta sumar. Það varð ljóst eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í gær.

Ómar er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Keflavík en markvörðurinn hafði mikil áhrif á spilamennsku liðsins eftir að hann kom úr meiðslum um mitt sumar. Í tilkynningu frá Keflvíkingum segir að Ómar sé einnig mikill skemmtikraftur og er hann óspart notaður sem slíkur á lokahófi knattspyrnudeildar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ómar 32 ára gamall og lék fyrst með meistarflokki Keflavíkur árið 2002.  Hann hefur leikið 180 deildarleiki, 18 bikarleiki og 9 Evrópuleiki fyrir félagið auk þess að leika með liðum í Svíþjóð.  Ómar varð bikarmeistari með Keflavík árið 2006.

Ómar lék með öllum yngri landsliðum Íslands og var nokkrum sinnum í hópi hjá A-landsliðinu án þess að leika með því.