Skallagrímur yfir í hálfleik
Skallagrímur hefur yfir í hálfleik gegn Njarðvík 42-38 eftir að hafa verið með 12 stiga forystu að 1. leikhluta loknum. Borgnesingar voru sjóðandi heitir í upphafi leiks þar sem Dimitar Karadzovski setti niður hverja þriggja stiga körfuna á fætur annari. Brenton og Friðrik hafa verið atkvæðamestir í Njarðvíkurliðinu í fyrri hálfleik en Dimitar, Hafþór og George Byrd hafa verið dugmiklir hjá Skallagrím.