Skallagrímur sótti sigur í Sláturhúsið
Keflvíkingar töpuðu gegn Skallagrímskonum á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino’s deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Leikurinn var æsispennandi þar sem Keflvíkingar voru í bílstjórasætinu lengst af. Borgnesingar gáfust þó aldrei upp og náðu frábærum endasprett og höfðu 68:70 sigur.
Keflvíkingar söknuðu framlags frá Ariana Moorer í sókninni en hún skoraði aðeins 8 stig. Ungu leikmennirnir Emelía, Thelma og Birna drógu vagninn í sókninni að þessu sinni. Keflvíkingar áttu í vandræðum með Tillman hjá gestunum en hún skoraði 33 stig.
Næsti leikur liðanna er 2. apríl.
Keflavík-Skallagrímur 68-70 (17-12, 18-18, 18-20, 15-20)
Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 19, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst, Ariana Moorer 8/6 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/7 fráköst/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 1, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0.
Skallagrímur: Tavelyn Tillman 33/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/11 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 9/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/8 fráköst/3 varin skot, Fanney Lind Thomas 4, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnfríður Ólafsdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson, Hákon Hjartarson