Skallagrímur lagði Keflavík 94:76
Skallagrímur sigraði Keflavík, 94:76, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Borgarnesi í kvöld.
George Byrd var stigahæstur í liði Skallagríms með 27 stig, Axel Kárason skoraði 22 og Jovan Zdravevski 16.
Hjá Keflavík var AJ Moye atkvæðamestur með 24 stig og Magnús Þór Gunnarsson með 14.
Staðan í einvígi liðanna er því, 1:1, og fer þriðji leikur liðanna fram í Keflavík á fimmtudag.
VF-mynd/ JBÓ, [email protected]