Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Skákmót Barnahátíðar heppnaðist vel
Fimmtudagur 15. maí 2014 kl. 08:42

Skákmót Barnahátíðar heppnaðist vel

Skákmót Barnahátíðinnar er að festa sig í sessi og fór fram í annað sinn laugardaginn 10. maí síðastliðinn. Keppt var í tveimur flokkum, yngri flokki sem var 4. - 7. bekkur og eldri flokki sem var 8. – 10. bekkur.
Á myndinni hér til hliðar sjást systkinin Ingólfur Már Bjarnason 8. bekk í Njarðvíkurskóla og Birta Ruth Bjarnadóttir 5. bekk í Háaleitisskóla. Þungt hugsi yfir leikjum sínum.

Í yngri flokknum mættu nokkrir til leiks og var hart barist og fór svo að eftir að allar skákir höfðu verið tefldar þá voru tveir jafnir í efsta sæti. Þá þurfti eina úrslitaskák, en til úrslita kepptu tveir fjórðu bekkingar, Agnar Sveinsson úr Holtaskóla og Oliver Andri Einarsson úr Heiðaskóla. Eftir jafna skák hafði Agnar sigur úr býtum og fagnaði ógurlega í leikslok. Agnar átti sigurinn fyllilega skilið og hafði sýnt fín tilþrif á mótinu. Í þriðja sæti lenti Birta Ruth Bjarnadóttir 5. bekk í Háaleitisskóla
Á myndinni hér efst í fréttinni sjást Oliver til vinstri og Agnar til hægri að tefla til úrslita.

Keppni í eldri flokknum tók lengri tíma og voru keppendur að vanda sig og tóku minni áhættu en þeir yngri, en þrátt fyrir það var mikið um spennandi skákir. Þó bar einn keppandi af á meðal jafningja sinna, Gísli Freyr Pálmason í 9. bekk í Myllubakkaskóla fór í gegnum mótið taplaus. Gísli sigraði allar sínar skákir nokkuð örugglega. Í öðru sæti lenti Jón Kristján Harðarson í 8. bekk í Holtaskóla, í því þriðja var Karl Dúi Hermannsson í 8. bekk í Myllubakkaskóla og í fjórða sæti kom Ingólfur Bjarnason í 8. bekk í Njarðvíkurskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum sigurvegurum mótsins.