Sjötti leikurinn í röð án sigurs
Lánleysi Grindvíkinga algjört
Það gengur hvorki né rekur hjá karlaliði Grindvíkinga í fótboltanum. Þeir töpuðu um helgina sínum fimmta leik í sumar, en þeir hafa ekki sigrað síðan þann 17. maí. Að þessu sinnu töpuðu Grindvíkingar 1-2 gegn HK á heimavelli. Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en Joseph David Yoffe jafnaði í byrjun síðari hálfleiks fyrir heimamenn. HK menn skoruðu svo mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Grindvíkingar eru ennþá í fallsæti, eða því 11. með fimm stig eftir átta leiki.