Sjötti Íslandsmeistaratitillinn í röð
- Algjörir yfirburðir Keflvíkinga
Tækwondo deild Keflvíkinga nældi sér í enn eina rósina í hnappagatið um síðastliðna helgi, þegar liðið fagnaði sjötta Íslandsmeistaratitli í liðakeppni í röð í greininni.
Rúmlega 100 keppendur kepptu á mótinu sem haldið var á Selfossi. Keflavík var með stórt lið, en þó vantaði marga burðarstólpa liðsins þar sem m.a. fimm svartbeltingar og Íslandsmeistarar voru á HM unglinga í Taiwan. Mótið var mjög spennandi en svo fór að Keflavík sigraði mótið í liðakeppninni og sannaði enn einu sinni yfirburði sína í sportinu.
Kristmundur Gíslason lætur finna vel fyrir sér.
Sigursælir ungir Keflvíkingar.