Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 15. maí 2002 kl. 14:37

Sjónvarpsþáttur um fótboltann í Keflavík

Sjónvarpsþáttur um knattspyrnuna í Keflavík mun verða sýndur í fyrsta skipti á kapalkerfinu í Reykjanesbæ nk. sunnudag kl. 20.00 og munu því allir sem hafa aðgang að kaplinum sjá þættina endurgjaldslaust. Um er að ræða 18 þætti og munu þeir verða sýndir daginn fyrir leiki Keflavíkur í Símadeildinni.
Í þættinum verða m.a. tekin viðtöl við leikmenn og þjálfara, úrslit og ýmiskonar tölfræði verður skoðuð ásamt því að yngriflokkunum verður gerð góð skil. Hugmyndin er einnig að sýna frá leikjum yngriflokka og seinna meir jafnvel frá brotum úr meistaraflokksleikjum.
Það eru „Símamennirnir“, Jón Ólafsson , Sigurður Gunnarsson og Guðmundur Steinarsson sem munu sjá um þáttinn og er þetta frumraun þeirra á þessu sviði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024