Sjö sömdu við Njarðvík
Sjö leikmenn gerðu nýverið leikmannasamninga við knattspyrnulið Njarðvíkur en allir leikmennirnir koma upp úr 2.flokki hjá félaginu. Þeir hafa allir verið að leika með í æfinga og Lengjubikarsleikjunum í vetur.
Nú eru alls 17 leikmenn komnir með KSÍ samning og ekki ólíklegt að þeim fjölgi eitthvað á næstunni. Á myndinni eru í neðri röð frá vinstri Almar Elí Færseth, Helgi Arnarson þjálfari meistaraflokks, Guðmundur R. Jónsson formaður meistaraflokksráðs og Ingvar Jónsson. Efri röð frá vinstri Ísak Örn Þórðarson, Alexander Magnússon, Andri Þór Guðjónsson, Jón Aðalgeir Ólafsson og Víðir Einarsson.