Sjö leikmenn skrifa undir hjá kvennaliði Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við sjö leikmenn meistaraflokks kvenna. Þetta eru ungar stúlkur sem eiga framtíðina fyrir sér auk Bryndísar Guðmundsdóttur sem er komin aftur heim. Ljóst er að Sigurður Ingimundarson, þjálfari er með góðan efnivið en Sigurður tók við liðinu af Fal Harðarsyni eftir síðustu leiktíð.
Á myndinni eru frá vinstri: Soffía Rún Skúladóttir, Lovísa Falsdóttir, Thelma Lind Ásgeirsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Katrín Fríða Jóhannsdóttir, Aníta Eva Viðarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir.