Sjö Keflvíkingar í fyrsta landliðshópnum í Futsal
Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar 28. og 29. desember og fara æfingarnar fram á Ásvöllum. Ísland mun taka þátt í forkeppni Evrópkeppni landsliða í Futsal í janúar á næsta ári en þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland sendir landslið til leiks í Futsal. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum dagana 21. - 24. janúar.
Alls eru sjö leikmenn Keflavíkur í þessum fyrsta landsliðshópi. Þetta eru þeir Guðmundur Steinarsson, Magnús Þorsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Magnús Þórir Matthíasson, Eyþór Ingi Júlíusson, Sigurður Sævarsson og Bojan Ljubicic. Willum sem einnig þjálfar lið Keflavíkur valdi 29 leikmenn í þennan æfingahóp en þar af eru 26 leikmenn úr liðunum fjórum sem komust í undanúrslit á Íslandsmótinu en það eru Fjölnir, Víkingur Ólafsvík, Keflavík og ÍBV.