Sjö í röð hjá Keflavík
Framlengja þurfti hjá Keflavík og Fjölni
Keflvíkingar fengu botnlið Fjölnis í heimsókn í Toyota-höllina í gær í dominos-deild kvenna. Keflvíkingar höfðu þar sinn sjöunda sigur í röð á leiktíðinni en hann kom þó ekki vandkvæðalaust. Framlengja þurfti leikinn en Keflvíkingar reyndust mun sterkari í framlenginu og höfðu að lokum 10 stiga sigur, 79-69 lokatölur.
Stigin
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 25/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 23/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/4 fráköst.
Gangur leiks: Keflavík-Fjölnir (18-12, 21-13, 5-24, 19-14, 16-6) 79-69.