Sunnudagur 20. nóvember 2011 kl. 11:08
Sjö í röð hjá Keflavík
Sigurganga Keflavíkur heldur áfram en þær eru komnar með sjö sigurleiki í röð. Í gær lögðu þær Fjölni þar sem Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir bætti við 18. Hjá Fjölni var Brittney Jones með 29 stig og Katina Mandylaris skoraði 16 stig og tók 14 fráköst.