Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjö af Suðurnesjum í landsliðinu
Miðvikudagur 23. ágúst 2006 kl. 13:35

Sjö af Suðurnesjum í landsliðinu

Sigurður Ingimundarson hefur valið 13 manna hóp A-landsliðs Íslands í körfuknattleik. Liðið heldur á morgun til Hollands þar sem það tekur þátt í æfingamóti, strax eftir mótið í Hollandi verður haldið til Dublin á Írlandi þar sem leiknir verða tveir æfingaleikir. Leikirnir eru liður í undirbúningni landsliðsins fyrir B-deild Evrópukeppninnar sem hefst í september.

Sjö leikmenn frá Suðurnesjum eru í hópnum sem er þanngi skipaður:

Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 32, landsleikir
Friðrik E. Stefánsson Njarðvík 89, landsleikir

Jakob Sigurðarson Ciudad de Vigo, 24 landsleikir
Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík, 40 landsleikir
Kristinn Jónasson Haukar, 0 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson Valencia, 33 landsleikir
Páll Axel Vilbergsson Grindavík, 58 landsleikir
Fannar Ólafsson KR, 52 landsleikir
Helgi Magnússon Boncourt, 42 landsleikir
Hlynur Bæringsson Woon! Aris, 29 landsleikir
Logi Gunnarsson BBC Bayreuth, 41 landsleikur
Egill Jónasson Njarðvík, 14 landsleikir
Brenton Birmingham Njarðvík, 3 landsleikir


Leikáætlun landsliðsins:


Holland:
24. ágúst Holland - Ísland kl.19:00
25. ágúst Ísland - Belgía kl.21:00
26. ágúst Svíþjóð - Ísland kl.14:00
Írland:
27. ágúst Ísland - Noregur kl.16:00
28. ágúst Ísland - Írland kl.20:00

 

VF-mynd/ [email protected] - Brenton Birmingham er kominn inn í íslenska landsliðið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024