Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjeik Jonni og Keflavíkurdömur miklu betri en deildarmeistarar Hauka
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 22:37

Sjeik Jonni og Keflavíkurdömur miklu betri en deildarmeistarar Hauka

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík vann sannfærandi sigur á nýbökuðum deildarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld með 71 stigi gegn 50 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41-26 fyrir heimamenn. Keflavík hafði yfirburði í leiknum gegn efsta liði deildarinnar og það er ekki oft sem Haukar skora ekki nema fimmtíu stig í leik.

Haukastúlkur komu greinilega ekki með sigurviljann að vopni og þær sáu ekki til sólar gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur sem komdu í sláturhúsið til að sigra. „Það var ekkert annað uppi á teningnum hér í kvöld,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur sem fór í Öskudagsbúning í tilefni dagsins. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari deildarmeistarana var ekki á sama máli. Sagði sínar stúlkur ekki hafa verið með hugann við leikinn enda hafi hann ekki skipt máli þar sem Haukar hafa þegar fengið deildarmeistaratitilinn afhentan. „Ég veit ekki alveg hvað er í gangi. Einbeitingin alla vega ekki hjá mínum leikmönnum,“ sagði þjálfarinn.

Birna Valgarðsdóttir skoraði mest hjá Keflavík, 18 stig og Pálína var henni næst með 13 stig. Bryndís Guðmundsdóttir og Hrönn Þorgrímsdóttir voru með tíu stig. Í lið Keflavíkur vantaði fyrirliðann Ingibjörgu Vilbergsdóttur en í lið Hauka vantaði líka hina austur evrópsku Slavicu Dimovsku sem meiddist í síðasta leik. Hún er yfirburðarmanneskja hjá Haukum og munaði um minna. Hjá þeim skoraði fyrrverandi Keflavíkurmærin Helena Brynja Holm mest eða tíu stig.

Nú verður hálfs mánaðar hlé á Íslandsmótinu þar til úrslitakeppnin hefst. Keflavík og Haukar fara beint í 4 liða úrslit og sitja því hjá í fyrstu umferð sex efstu liðanna.

Birna var með átján stig í öruggum Keflavíkursigri.