Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sjálfsmark á síðustu mínútu
Anita Lind kom Keflavík yfir á móti Val en sagan endurtók sig frá fyrri umferð þegar Keflavík tók forystuna en báðum leikjunum lauk með 2:1 sigri Vals. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 21. júlí 2024 kl. 11:33

Sjálfsmark á síðustu mínútu

Keflavík mætti sterku Valsliði á Hlíðarenda í þrettándu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær og Keflvíkingar voru sterkari í byrjun. Þær náðu sanngjarni forystu í fyrri hálfleik en Valskonur voru fljótar að svara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valur - Keflavík 2:1

Fyrirliðinn Kristrún Ýr Holm átti góðan sprett upp vallarhelming Vals og náði góðu skoti sem markvörður Vals varði vel. Skömmu síðar fékk Anita Lind Daníelsdóttir boltann við vítateig Valskvenna og tók skotið sem breytti um stefnu af varnarmanni og í markið (20').

Það tók heimakonur átta mínútur að jafna leikinn. Mark þeirra kom eftir hornspyrnu sem Keflvíkiingum tókst ekki að hreins frá og eftir klafs í markteignum skoraði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (28').

Staðan 1:1 í hálfleik en Valskonur vöknuðu til lífsins eftir að hafa fengið mark á sig og í seinni hálfleik var umeinstefnu að ræða að marki Keflavíkur. Valur fékk þó nokkuð af góðum færum en inn vildi boltinn ekki.

Keflvíkingar lágu vel til baka og það leit út fyrir að þær ætluðu að landa stigi þar til á lokamínútu venjulegs leiktíma. Þá kom há sending inn í teig Keflvíkinga sem var skölluð upp að endamörkum.

Vera Varis, markvörður Keflavíkur, fór í úthlaupið en hún hikaði og hætti við og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir náði að senda lágan bolta út í teiginn. Þar reyndi Aníta Bergrán Eyjólfsdóttir að komast fyrir sendinguna en tókst ekki betur til en svo að hún sendi boltann í eigið mark.

Sárgrætilegur endir fyrir Keflavík en það er ekki hægt að segja að úrslitin hafi verið ósanngjörn.

Keflavík er með níu stig í næstneðsta sæti, tveimur stigum frá Tindastóli og þremur stigum fyrir ofan Fylki en Fylkir tekur á móti Tindastóli í lokaleik umferðarinnar í dag. 


HK - Grindavík 1:0

Það er þéttur pakki í Lengjudeildinni og einn sigur til eða frá breytir stöðunni mikið. Mynd úr safni/Petra Rós Ólafsdóttir

Grindavík tapaði fyrir HK á föstudag í elleftu umferð Lengjudeildar kvenna en eina mark leiksins skoraði HK tíu mínútum fyrir leikslok.

Grindavík er í áttunda sæti deildarinnar með þrettán stig aðeins sjö stigum frá Aftureldingu sem er í öðru sæti svo pakkinn er frekar þéttur um miðja deild. Selfoss er í fallsæti, fjórum stigum fyrir neðan Grindavík, og ÍR situr á botninum með fjögur stig.