Sjáðu rauða spjaldið hjá Einari Orra
Margir tjáð sig um umdeilt atvik í Keflavík
Töluvert hefur verið fjallað um atvik sem átti sér stað í leik Keflvíkur og FH í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær. Þá hlaut Einar Orri Einarsson miðjumaður Keflvíkinga seinna gula spjaldið sitt í leiknum fyrir að veitast að Böðvari Böðvarssyni leikmanni FH. Hólmar Örn FH-ingur hafði skömmu áður brotið á Einari og brást hann illur við og lagði hendur á Böðvar sem átti eitthvað ósagt við Einar. Þegar Einar Orri gengur svo af velli gerir hann handahreyfingar sem ekki eiga mikið skylt við knattspyrnu, en svo virðist sem hann sé að hóta Böðvari. Sjá má atvikið hér að neðan.
Margir hafa tjáð sig um atvikið á samskiptamiðlum og er umræðan á misháu plani þar. Fyrrum leikmaður FH-inga sagði m.a. á Twitter að Keflvíkingar væru glæpamenn en dró þau ummæli sín svo tilbaka. Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á Twitter í kjölfar atviksins.
Nei ég meina var ég að sjá rétt? Var Einar Orri ekki að hóta Böðvari lífláti? #geðsjúklingur
— Stefán Hirst F (@StebHirst) May 22, 2014
sýnist þessi Einar orri vera eitthvað tæpur á geði #pepsi365
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 22, 2014
haha þvílíkur moðhaus þessi Einar Orri í Keflavík hótar að drepa lítinn krakkakjána og hrækir svo í varamannaskýli FH #whitetrash
— Hrafn Norðdahl (@hrafnn) May 22, 2014
Flottur einstaklingur hann Einar Orri #sunnykef
— Hlynur Valsson (@hlynurvals) May 22, 2014
Drap Einar Orri #Böddilöpp eða sagði hann eitthvað við hann í fótboltaleik? Ekki viss miðað við viðbrögð fólks... #fotbolti #prayforLöppin
— Ómar Jóhannsson (@Omarjo13) May 22, 2014
Ef Einar Orri hefði rúllað fimm hringi og öskrað af sársauka, þá hefði Hólmar Örn fengið rautt. #ÞaðSamræmi
— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2014