Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sitton aftur til Njarðvíkur
Þriðjudagur 3. febrúar 2009 kl. 09:58

Sitton aftur til Njarðvíkur

Heath Sitton, bandaríski leikmaðurinn sem var hjá Njarðvík á haustdögum, en þurfti frá að víkja vegna efnahagshrunssins, er mættur aftur til félagsins. Þetta kemur fram á heimsíðu UMFN.

Þar segir ennfremur að stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hafi verið í sambandi vð Heath af og til síðan hann fór til síns heima í haust.  Sitton spilaði undirbúningstímabilið með Njarðvíkingum og virtist falla afar vel inn í liðið.

„Án nokkurs vafa er þetta gríðarlegur styrkur fyrir þá grænklæddu þar sem þeim hefur sárvantað reyndan leikstjórnanda, þó svo að Valur Orri og Ágúst Dearborn hafa stigið inn og staðið sig með ágætum,“ segir á heimasíðu UMFN

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd: umfn.is - Sitton í leik með Njarðvík.