Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sirmelis til reynslu hjá Keflavík
Þriðjudagur 12. desember 2006 kl. 13:48

Sirmelis til reynslu hjá Keflavík

Litháenski knattspyrnumaðurinn Gintas Sirmelis er til reynslu hjá bikarmeisturum Keflavíkur um þessar mundir. Sirmelis verður hjá Keflavík fram eftir vikunni að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sirmelis lék tvo æfingaleiki með Keflavík í síðustu viku gegn Stjörnunni og Reyni en hann er 28 ára miðjumaður og hefur leikið með TVMK Tallinn í Eistlandi undanfarin tvö ár. Árið 2005 varð Sirmelis eistneskur meistari með TVMK og mætti t.d. FH í forkeppni Meistaradeildarinnar síðasta júlí. Sirmelis verður laus undan samningi sínum við TVMK um áramótin.

Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, tjáði Morgunblaðinu að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvort félagið myndi bjóða Sirmelis samning en það myndi skýrast á næstu dögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024