Sindri Kristinn í hópi Eyjólfs
Keflvíkingurinn eini Suðurnesjamaðurinn í hópnum
Markvörðurinn efnilegi Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík hefur verið valinn í hóp 21 árs liðs Íslands í fótbolta. Sindri er eini Suðurnesjamaðurinn í hópnum að þessu sinni en framundan eru æfingaleikir gegn Georgíu 22. og 25. mars í Georgíu og leikur síðan gegn Sádí Arabíu 28. mars á Ítalíu.
Sindri á að baki samtals 8 landsleiki fyrir 17 og 19 ára lið Íslands en hann er 20 ára gamall. Sindri lék tvo leiki í Inkasso deildinni í fyrra en hann lék 14 leiki í Pepsi-deildinni árið 2015.