Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sindri Freyr Norðurlandameistari í kraftlyftingum
Keppendur Massa í Norðurlandamótinu um helgina. VF-Mynd/Hilmar Bragi.
Mánudagur 25. febrúar 2013 kl. 14:32

Sindri Freyr Norðurlandameistari í kraftlyftingum

Sindri Freyr Arnarsson úr Massa í Reykjanesbæ varð Norðurlandameistari í -66,0 kg unglingaflokki..

Sindri Freyr Arnarsson úr Massa í Reykjanesbæ varð Norðurlandameistari í -66,0 kg unglingaflokki karla í kraftlyftingum um helgina í íþróttahúsi Ármanns í Reykjavík. Fjórir keppendur komu úr lyftingardeild Massa. Þetta kemur fram á heimasíðu Kraftlyftingarfélags Íslands, kraft.is.

Sindri Freyr var að keppa í fyrsta sinn á Norðurlandamótinu og stóð sig frábærlega. Hann lyfti samanlagt 490 kg. Í -74 kg flokki hafnaði Daði Már Jónsson í 4. sæti með 535 kg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tveir efnilegir Massa-strákar í viðbót kepptu fyrir Íslands hönd. Ólafur Hrafn Ólafsson bætti sig í öllum greinum og endaði í fjórða sæti í -93 kg flokki með 715,0 kg. Til samanburðar má geta að Ólafur tók þátt í Norðurlandamóti í fyrra og hafnaði þá í 6. sæti með 647,5 kg. Félagi hans Þorvarður Ólafsson keppti í -120 kg flokki og vann þar til bronsverðlauna með 755 kg eftir harðri atlögu að silfrinu.

Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með árangurinn og sagði hann hafa farið fram úr björtustu vonum. Það er ánægjulegt að sjö íslensk kraftlyftingafélög áttu keppendur á þessu móti sem sýnir að efniviðurinn finnst víða og markviss uppbygging og æfingar skila sér svo um munar.