HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

  • Sindri Freyr bikarmeistari í kraftlyftingum
    Sindri Freyr Arnarson varð bikarmeistari.
  • Sindri Freyr bikarmeistari í kraftlyftingum
    Hörður Birkisson.
Mánudagur 24. nóvember 2014 kl. 13:35

Sindri Freyr bikarmeistari í kraftlyftingum

Massafólk gerði góða ferð norður

Massafólk gerði góða ferð norður á Akureyri um helgina þar sem bikarmót í kraftlyftingum var haldið. Njarðvíkingurinn Sindri Freyr Arnarson varð bikarmeistari í 74 kg. flokki. Hann jafnaði Íslandsmetið í hnébeygju 210 kg, sló sitt eigið Íslandsmet í bekkpressu, sem er 167,5 kg. og var svo nærri því að slá metið  í opnum flokk í réttstöðu. Hörður Birkisson frá Massa hafnaði í þriðja sæti í 74 kg. flokki en hann setti persónulegt met í hnébeygju eða 207,5 kg.

Ellert Björn Ómarsson frá Massa hafnaði svo í öðru sæti í 83 kg flokki en hann lyfti samtals 510 kg.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Alls fóru á annan tug Massafólk norður, keppendur og stuðningsmenn, og stóðu sig með mikilli prýði.

Hér má nálgast frekari útslit frá mótinu. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótinu.

 

 


 

 
 
 

 

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025