Sindri byrjar gegn Georgíu - leikurinn í beinni hér
Keflvíkingurinn Sindri Kristinn Ólafsson byrjar í markinu þar sem Íslendingar mæta Georgíu í Tiblisi í leik U21 liða þjóðanna í fótbolta núna kl. 15:00. Fylgjast má með leiknum í beinni útsendingu á youtube. Liðin mætast aftur á laugardag en Ísland leikur svo gegn Saudi Arabíu á næstunni. Sindri er eini Suðurnesjamaðurinn í hópnum. Leikinn má sjá hér að neðan í beinni.
Lið Íslands:
Markmaður: Sindri Kristinn Ólafsson, Alfons Sampsted og Sindri Scheving bakverðir. Miðverðir: Hans Viktor Guðmundsson og Axel Óskar Andrésson. Á miðjunni: Viktor Karl Einarsson og Júlíus Magnússon. Á köntunum Ásgeir Sigurgeirsson og Jón Dagur Þorsteinsson. Fremstir: Albert Guðmundsson (fyrirliði) og Tryggvi Haraldsson.