Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Símun til Sogndal
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 22:04

Símun til Sogndal

Knattspyrnumaðurinn Símun Samuelssen hefur verið lánaður til Sogndal í Noregi frá Keflavík. Norska liðið fær Símun lánaðan út þetta tímabil og fær einnig forkaupsrétt að honum að því loknu en hann mun a.m.k. leika með Sogndal fram í nóvember þegar keppnistímabilinu lýkur í Noregi. 

Símun fylgir Baldri Sigurðssyni eftir til Noregs og þar með hafa Keflvíkingar misst tvo gríðarlega sterka leikmenn. Óvíst var fyrr í dag hvort Símun myndi fara en það hafa Keflvíkingar nú staðfest á heimasíðu sinni www.keflavik.is

Fróðlegt verður að sjá hvernig þjálfarar Keflavíkurliðsins þeir Kristján og Kristinn munu fylla skörð þeirra Símuns og Baldurs en ljóst er að þau verða vandfyllt enda magnaðir knattspyrnumenn á ferð.

 

VF-mynd/ [email protected] - Símun fagnar Bikarmeistaratitlinum með Keflvíkingum á síðustu leiktíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024