Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Símun og Guðjón ekki með í kvöld
Mánudagur 15. ágúst 2005 kl. 16:05

Símun og Guðjón ekki með í kvöld

Símun Samuelsen verður ekki með Keflavíkurliðinu gegn Valsmönnum í kvöld en hann hefur verið valinn í færeyska landsliðshópinn.  Færeyjar leika við Kýpur í Tóftum á miðvikudag og samkvæmt reglum FIFA verður Keflavík að hleypa Símun í leikinn tveimur dögum fyrr. 

Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færeyja, hefur sýnt áhuga á því að nota Símun í næstu leikjum liðsins og virðist hann því vera að festa sig í sessi í landsliðinu.

Þá verður Guðjón Antoníusson í leikbanni í kvöld vegna fjögurra gulra spjalda í sumar.

www.keflavik.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024