Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Símun líkast til áfram hjá Keflavík
Þriðjudagur 18. desember 2007 kl. 13:41

Símun líkast til áfram hjá Keflavík

Samkvæmt vefmiðlinum www.fotbolti.net verður færeyski landsliðsmaðurinn Símun Samuelsen líkast til áfram í herbúðum Keflavíkur. Símun sem fór á lánssamning til Nottodden í Noregi síðasta ágúst kemur til Íslands eftir áramót.

 

Rúnar Arnarson formaður KSD Keflavíkur sagði í samtali við fotbolta.net að ekkert annað væri í stöðunni en að Símun kæmi aftur til Keflavíkur.

 

Símun kom til liðs við Keflavík árið 2005 og hefur síðan þá skipað sér æ stærri sess í liðinu. Hann gerði sex mörk í 13 deildarleikjum með Keflavík í sumar.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

VF-Mynd/ [email protected] Símun Samuelsen fagnar einu af mörkunum sínum í sumar í leik með Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024