Símun á reynslu hjá OB
 Færeyski miðjumaðurinn Símun Samuelsen sem leikið hefur með knattspyrnuliði Keflavíkur undanfarin tvö tímabil fór til reynslu hjá danska toppliðinu OB í síðustu viku.
Færeyski miðjumaðurinn Símun Samuelsen sem leikið hefur með knattspyrnuliði Keflavíkur undanfarin tvö tímabil fór til reynslu hjá danska toppliðinu OB í síðustu viku.Rúnar V. Arnarson, formaður KSD Keflavíkur, tjáði Víkurfréttum að forráðamönnum OB hefði litist vel á Símun og hefðu jafnvel áhuga á því að á hann aftur til reynslu hjá liðinu. OB er í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en fyrir í deildinni leika Keflvíkingarnir Hólmar Örn Rúnarsson og Hörður Sveinsson.
Símun er samningsbundinn Keflavík en Rúnar tók ekki fyrir það að kauptilboð myndi jafnvel berast í leikmanninn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en hafði þó enga vissu fyrir því.
Leiktíðin 2006 var ljómandi góð hjá Símun sem var með bestu mönnum deildarinnar en hann stóð sig sérlega vel í upphafi leiktíðar en var svo fínn síðari hluta deildarinnar og hampaði að lokum bikarmeistaratitlinum með Keflavík.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				