Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Simmons látinn fara frá Njarðvík
Miðvikudagur 9. desember 2015 kl. 14:14

Simmons látinn fara frá Njarðvík

Stóð ekki undir væntingum

Njarðvíkingar hafa ákveðið að Marquis Simmons muni ekki lengur leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta. Frá þessu er greint á Karfan.is.

„Hann var einfaldlega ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. En þetta er allt gert af fagmennsku og engin leiðindi. Hann skilur okkar afstöðu og mun halda af stað heim í dag eða á morgun,“ sagði Gunnar Örn Örlygsson formaður kkd. UMFN í samtali við Körfuna.

Gunnar segir Njarðvíkinga vera að leita eftir íslenskum bakverði. Ef það gangi eftir verði líklega fenginn stór erlendur leikmaður í teiginn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Simmons hefur skilað 18 stigum í leik auk þess sem hann hefur tekið 11 fráköst að meðaltali.