Silkeborg lá gegn Viborg
Íslendingaliðið Silkeborg varð að játa á sig ósigur gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina 2-1. Hólmar Örn Rúnarsson var ekki í liðinu um helgina en Hörður Sveinsson kom inn á sem varamaður á 30. mínútu en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Bjarni Ólafur Eiríksson lék allan tímann í liði Silkeborg. Mark Silkeborgar í leiknum gerði Sören Ulrik Vestergaard á 67. mínútu og þar við sat.
Silkeborg er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 24 leiki og fátt sem virðist getað bjargað þeim frá falli þessa stundina.