Silfurmótið í Frisbígolfi haldið í Njarðvíkurskógi
Um síðustu helgi fór fram fyrsta stórmótið í frisbígolfi sem hefur verið haldið á Suðurnesjum á frisbígolfvellinum í Njarðvíkurskógi. Mótið var það fyrsta af fimm í Silfurmótaröð Íslenska frisbígolfsambandsins. Mótshaldarar voru í skýjunum yfir þátttökunni og hversu vel mótið gekk fyrir sig en frisbígolfi hefur vaxið fiskur um hrygg á Suðurnesjum síðustu misseri sem og annar staðar.
Keppt var bæði laugardag og sunnudag og má segja að keppendur hafi fengið krefjandi aðstæður fyrri daginn á meðan veðurblíðan lék við þá á þeim seinni.
MA2: |
MA3: |
MA40: |
FA2: |
MJ12: |
MJ15: |