Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Silfurmótið í Frisbígolfi haldið í Njarðvíkurskógi
Frisbígolf er skemmtileg og krefjandi íþrótt fyrir alla fjölskylduna. VF-myndir: JPK | Myndir af verðlaunahöfum: Frisbígolffélag Suðurnesja
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 3. júní 2022 kl. 08:11

Silfurmótið í Frisbígolfi haldið í Njarðvíkurskógi

Um síðustu helgi fór fram fyrsta stórmótið í frisbígolfi sem hefur verið haldið á Suðurnesjum á frisbígolfvellinum í Njarðvíkurskógi. Mótið var það fyrsta af fimm í Silfurmótaröð Íslenska frisbígolfsambandsins. Mótshaldarar voru í skýjunum yfir þátttökunni og hversu vel mótið gekk fyrir sig en frisbígolfi hefur vaxið fiskur um hrygg á Suðurnesjum síðustu misseri sem og annar staðar.

Keppt var bæði laugardag og sunnudag og má segja að keppendur hafi fengið krefjandi aðstæður fyrri daginn á meðan veðurblíðan lék við þá á þeim seinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

MA2:
1. sæti - Freyr Valgarðsson (-3)
2. sæti - Anton Erlingsson (+7)
3. sæti - Ingi Björn Harðarson (+9)

MA3:
1. sæti - Atli Mar Baldursson (+4)
2. sæti - Ágúst Þór Birnuson (+6)
3. sæti - Hallgrímur Andrésson (+7

MA40:
1. sæti - Guðmundur Sævarsson (+4)
2. sæti - Valur Þórðarson (+7)
3. sæti - Bjarki Thor (+8)

FA2:
1. sæti - Anna Sveinlaugsdóttir (+89)
2. sæti - Katrín Hauksd. (+110)

MJ12:
1. sæti - Eyvindur Páll Ólafsson (+18)

MJ15:
1. sæti - Kristófer Breki Daníelsson (+13)

Friðriki Ottóssyni voru veitt verðlaun í boði Bláa lónsins fyrir ás á fjórðu braut.