Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Silfurmótaröðin: Fyrsta stórmótið í frisbígolfi sem haldið er á Suðurnesjum
Frisbígolfari á vellinum í Njarðvíkurskógum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 27. maí 2022 kl. 09:02

Silfurmótaröðin: Fyrsta stórmótið í frisbígolfi sem haldið er á Suðurnesjum

Nú um helgina fer fram fyrsta mótið af fimm í Silfurmótaröð Íslandsbikars Íslenska frisbígolfsambandsins. Mótið verður haldið á frisbígolfvellinum í Njarðvíkurskógum og hefst klukkan níu laugardaginn 28. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem stórmót er haldið á Suðurnesjum.

Víkurfréttir heyrðu í Ágústi Þór Birnusyni, formanni Frisbígolffélags Suðurnesja, sem sagði að 45 keppendur væru skráðir til leiks en Silfurmótaröðin er ný af nálinni. „Jú, Silfurmótaröðin er haldin nú í fyrsta sinn. Það var svo góð þátttaka í Íslandsbikarnum í fyrra að það var ákveðið að skipta þessu í gull og silfur,“ sagði Ágúst en frisbígolf hefur vaxið mjög hérlendis á undanförnum árum.

Mótið nú um helgina er það fyrsta af fimm sem haldin verða í Silfurmótaröðinni í sumar og er hvert mót sjálfstætt en í lok mótaraðarinnar verður viðurkenning fyrir bestan árangur í þremur af fimm mótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Ágúst Þór Birnuson, formaður Frisbígolffélags Suðurnesja. Mynd af Facebook