Silfur og tvö Íslandsmet á NM

Már Gunnarsson ÍRB stóð sig afar vel á Norðurlandameistaramóti fatlaðra sem fram fór á Íslandi um síðustu helgi. Már keppti í 50 og 100m baksundi ásamt 50m skriðsundi. Allt gekk upp hjá honum og hann stórbætti Íslandsmetin í flokki S12 í báðum baksundsgreinunum, vann til silfurverðlauna í 50 m baksundi, ásamt því að bæta sig aðeins í skriðsundinu. 
 
Það er skammt stórra högga á milli hjá Má, því á mánudeginum hélt hann til Mexíkó til keppni á heimsmeistaramótinu í sundi. Þar stefnir á góðan árangur, en mótið fer fram dagana 2. – 8. desember.