Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Silfur í Aþenu
Sunnudagur 3. júlí 2011 kl. 17:30

Silfur í Aþenu

Keppendurnir frá Suðurnesjum, þeir Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Markússon unnu til silfurverðauna ásamt fótboltaliðinu á Alþjóðaleikum Special Olympics sem nú fara fram í Aþenu Grikklandi er þeir töpuðu naumlega gegn Svartfjallalandi 2-1 í úrslitum í gær.

Ísland var í næst sterkasta flokki á mótinu og má með sanni segja að þessir drengir hafi verið landi sínu til sóma með gleði og kurteisi. Allir krakkarnir hafa verið að standa sig vel í hópnum frá Íslandi og eru komnir allavega 28 verðlaunapeningar í hús en mestu skiptir þó að taka þátt af heiðarleika, sýna mótherjanum virðingu og gera ávallt sitt allra besta, ef það tekst er það hinn raunverulegi sigur.

Þess má geta að allur hópurinn kemur heim þriðjudagskvöldið 5 júlí.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024