Silfur hjá GRV í futsal
Íslandsmótið í futsal knattspyrnu fór fram um helgina þar sem 2. flokkur GRV kvenna landaði silfurverðlaunum. Liðið mátti sætta sig við 2-1 ósigur gegn KR í úrslitaleik mótsins. Stelpurnar í 2. flokki GRV eru orðnar ansi reynslumiklar en flestar þeirra léku með 2. flokki og meistaraflokki félagsins síðastliðið sumar í 1. deild kvenna.