Sigurvegarinn í Fantasy úr Keflavík - Guðjón Árni heldur á töskunum
Keflvíkingurinn Þórhallur Guðjónsson bar sigur úr býtum í Fantasy deild Fótbolta.net í Pepsi-deildinni í sumar. Hljómar, lið Þórhalls, endaði með 1268 stig á toppnum, sex stigum á undan næsta liði. Þórhallur mun að launum fá ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum í boði Úrval Útsýn en hann stefnir á að fara á leik með Liverpool.
„Það verður helvíti skemmtilegt,“ sagði Þórhallur eftir að hann tók á móti verðlaununum í gær. Garðbúinn Guðjón Árni Antoníusson skilaði flestum stigum fyrir Þórhall í Fantasy-deildinni og er Þórhallur sérstaklega ánægður með Guðjón. Þórhallur er að íhuga að bjóða honum með í ferðina til Englands.
„Ég þarf að tala betur við Guðjón Árna Antoníusson. Hann kemur með mér og heldur á töskunum,“ sagði Þórhallur léttur í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtal við Þórhall sem birt var á heimasíðu Fótbolta.net en þar segir hann meðal annars frá innanbúðarmanni í Stjörnunni sem hjálpaði honum að vinna leikinn.
Hér má sjá frétt fótbolta.net. um málið.
Þórhallur ásamt Luka Kostic hjá Úrval Útsýn. Mynd og myndband/fótbolti.net