Sigurþór skoraði 52 stig gegn Fjölni!
Sigurþór Ingi Sigurþórsson, leikmaður 10. flokks Keflavíkur í körfuknattleik, gerði sér lítið fyrir og skoraði alls 52 stig í leik liðsins gegn Fjölni í gær. Keflavík vann leikinn 84-75 og átti Sigurþór Ingi sannkallaðan stórleik.
Sigurþór skoraði 36 stig úr tveggja stiga skotum, 9 stig úr þriggja stiga skotum og 7 stig komu af vítalínunni. Ótrúleg frammistaða hjá Sigurþóri og ekki á hverjum degi sem leikmaður í 10. flokki skorar yfir 50 stig í einum og sama leiknum.
Keflavík lék fjóra leiki en þriðja umferð Íslandsmótsins fór fram um helgina. Leikið var í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ. Nánar er fjallað um leikina fjóra á heimasíðu Keflavíkur.