Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sigursveinn áfram formaður knspd. Reynis
Þriðjudagur 15. nóvember 2005 kl. 16:09

Sigursveinn áfram formaður knspd. Reynis

Sigursveinn Bjarni Sigursveinsson var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar Reynis á aðalfundi á dögunum. Þá var gert munnlegt samkomulag um að Gunnar Oddsson héldi áfram sem þjálfari meistaraflokks karla.

Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Reynis, en þar er einnig farið yfir leikmannamál. Flestir leikmenn liðsins verða áfram í herbúðum Reynis, en þeir Eyþór Haraldsson og Danilo Radoman munu hverfa til annarra starfa. Þá hefur Víkurfréttum borist til eyrna að Georg Birgisson, fyrirliði þeirra sé hættur keppni.

Sigurður Bjarni Sigurðsson markvörður hefur gert munnlegan samning um að spila með Reyni á næsta ári, en nokkur ný andlit hafa sést á æfingum liðsins að undanförnu. Meðal þeirra eru Brynjar Guðmundsson, Árni Ármannson, Hafsteinn Rúnarsson og Gestur Gylfason, en alls er óvíst hvort þeir verði áfram.

Í stuttu spjalli á síðunni segir Sigursveinn m.a. að stefnan sé að fara beint upp í 1. deildina. Hann sagði að engir leikmenn yrðu keyptir til liðsins en hugsanlega yrði leitast við að fá leikmenn til liðsins án greiðslu. Þá leggðu þeir áherslu á að ræða við alla leikmenn liðsins með framtíðina í huga.
Sigursveinn segir að viðræður séu í gangi um að tefla fram sameiginlegum 2. flokki karla með Víði.

Auk Sigursveins í nýrri stjórn eru:
Varaformaður: Guðmundur Rúnar Jónsson
Gjaldkeri: Elín Björg Gissurardóttir
Ritari: Þorgeir Karl Gunnarsson
Meðstjórnendur: Ólöf Ólafsdóttir, Sverrir Rúts Sverrisson, Atli Þór Karlsson
Varamenn: Bergný Jóna Sævarsdóttir, Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson og Elvar Bergþórsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024