Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigursælir Suðurnesjamenn í Bikarglímu Íslands
Njarðvíkingar kunna að fagna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 17. febrúar 2021 kl. 08:59

Sigursælir Suðurnesjamenn í Bikarglímu Íslands

Bikarglíma Íslands var haldin í Akurskóla um síðustu helgi – Fyrsti bikarmeistaratitill Þróttara leit dagsins ljós

Bikarglíma Íslands fór fram um síðustu helgi á nýjum keppnisvelli í íþróttahúsi Akurskóla. Mótið var vel skipulagt og ótrúlega skemmtilegt. Allir flokkar voru skipaðir vel þjálfuðu glímufólki og var keppni einstaklega hörð því 70 sterkustu keppendur landsins voru þarna saman komnir. Sex bikarmeistarar litu dagsins ljós hjá Suðurnesjamönnum í flokkum tíu til sextán ára. Fimm af þeim komu í hlut Njarðvíkinga en það voru þau Jón Kristján í flokki tíu ára drengja, Lena Andrejenko í flokki ellefu ára stúlkna, Magdalena Katwa í flokki tólf ára stúlkna, Mariam Badawy í flokki þrettán ára stúlkna og Helgi Þór Guðmundsson í flokki þrettán ára drengja. Fyrsti bikarmeistaratitill UMFÞ í glímu komi í hlut Oliwers Józefs Parzych.  

Í fullorðinsflokkum stóðu Njarðvíkingar sig nokkuð vel en Gunnar Örn Guðmundsson, stóri bróðir Helga Þórs, (bikarmeistara í flokki þrettán ára) varð bikarmeistari í -80 kg flokki karla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í heildina féllu sjö bikarmeistaratitlar, níu silfur og átta brons í hlut Suðurnesjamanna. 

Í myndasafni neðar á síðunni má sjá sigurreifa glímukappa frá UMFN og UMFÞ.

Bikarglíma Íslands 2021