Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Sigurpáll Geir ráðinn íþróttastjóri GS
Frá undirritun samningsins. Jóhann Páll Kristbjörnsson formaður, Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varaformaður og ríkjandi klúbbmeistari.
Fimmtudagur 16. nóvember 2017 kl. 08:00

Sigurpáll Geir ráðinn íþróttastjóri GS

Sigurpáll Geir Sveinsson hefur verið ráðinn Íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurpáll mun hefja störf á næstunni og frá og með mánaðarmótum janúar/febrúar vera kominn í fullt starf hjá Golfklúbbnum.
Sigurpáll, eða Siggi Palli, hafði verið hjá GKG í eitt ár þar sem hann sinnti einstaklingskennslu, hópakennslu og námskeiðum samhliða því að aðstoða við afreksstarfið. Þar áður starfaði hann til að mynda hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Golfklúbbnum Keili. Sigurpáll er einn af afrekskylfingum landsins og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik en hann vann einmitt einn titilinn á Hólmsvelli í Leiru árið 1998.

„Með ráðningu Sigurpáls, eða Sigga Palla eins og flestir þekkja hann, er horft til framtíðar með metnaðarfullum augum,“ segir Jóhann Páll Kristbjörnsson, formaður GS. „Við sjáum fyrir okkur að efla afreksstarfið til muna sem og þjónustu við hinn almenna kylfing í klúbbnum.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024