Sigurmark í uppbótartíma á Bronsvellinum
Reynismenn hófu í gær leik í 3. deild karla í knattspyrnu þegar Magni frá Grenivík mætti í fyrsta leika á Bronsvellinum í Sandgerði. Bæði lið léku í 2. deild í fyrra og eftir hörkuleik höfðu Reynismenn betur með marki Óðins Jóhannssonar í uppbótartíma.
Reynir - Magni 2:1
Sigurður Orri Ingimarsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu en í seinni hálfleik jöfnuðu gestirnir (76').
Það var svo Óðinn Jóhannsson sem reyndist hetja heimamanna þegar hann skoraði sigurmarkið á 2. mínútu uppbótartíma og tryggði Reyni öll stigin.