Sigurlausir síðan í júní
Hvorki gengur né rekur hjá Keflvíkingum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en í kvöld máttu þeir sætta sig við 2-1 ósigur gegn HK í Kópavogi. Heimamenn komust í 1-0 en Keflvíkingar jöfnuðu metin, HK gerði síðan sigurmarkið skömmu eftir jöfnunarmark Keflavíkur. Eftir leik kvöldsins eru Keflvíkingar komnir niður í 6. sæti deildarinnar með 18 stig. Keflvíkingar fengu tvær vítaspyrnur í leiknum en misnotuðu þá fyrri.
Guðmundur Viðar Mete var ekki í Keflavíkurvörninni í kvöld og þá stóð Bjarki Freyr Guðmundsson vaktina í markinu og Ómar Jóhannsson vermdi bekkinn. Hallgrímur Jónasson var í byrjunarliðinu og lék með hlífðargrímu en hann er tvíennisbrotinn.
Leikurinn fór fremur rólega af stað í Kópavogi og voru Keflvíkingar meira með boltann. Lítið var um tilþrif en Keflvíkingar áttu hættulegri sóknir. Á 23. mínútu dró til tíðinda þegar Þórarinn Kristjánsson féll í teig HK og Kristinn Jakobsson dæmdi vítaspyrnu. Guðjón Árni Antoníusson tók vítið en Gunnleifur Gunnleifsson valdi rétt horn í HK markinu og varði vítaspyrnuna.
Leikar voru jafnir í hálfleik en þegar skammt var liðið af síðari hálfleik komst HK yfir með marki frá Oliver Jaeger sem skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
Allt benti til þess að nú myndu Keflvíkingar freista þess að stela sigrinum en það voru heimamenn sem skoruðu aðeins tveimur mínútum eftir að Keflavík hafði jafnað leikinn. Boltinn barst inn í teig Keflavíkur af vinstri
Heimamenn í HK héldu út sóknir Keflavíkur það sem eftir lifði leiks og fögnuðu að lokum sigri í leiknum. Þar með hafa Keflvíkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni og ekki unnið sigur síðan 27. júní er þeir lögðu Fylki 1-0 á Keflavíkurvelli.
VF-Myndir/ Stefán Þór Borgþórsson – [email protected]