Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. október 2005 kl. 17:07

Sigurgangan heldur áfram

Njarðvíkurdrengir fæddir 1989 héldu enn áfram þriggja ára óslitinni sigurgöngu sinni um helgina er þeir lögðu Val, Hamar og Breiðablik í fyrstu umferð Íslandsmótsins í 11. flokk drengja í körfuknattleik.

Þeir sigruðu fyrst Val, 66-48, en stigahæstir í þeim leik voru:
Hjörtur Hrafn Einarsson 25, Ragnar Ólafsson 17, Rúnar Ingi Erlingsson 9, Friðrik Guðni Óskarsson og Alfreð Elíasson 4 hvor.

Næstir voru Blikar en þeim leik lauk 81-68
Stigahæstir UMFN: Rúnar Ingi Erlingsson 24, Ragnar Ólafsson 22, Hjörtur Hrafn Einarsson 17, Friðrik Guðni Óskarsson 15, Alfreð Elíasson 3.

Í síðasta leik lögðu þeir Hamar, 89 - 50.
Stigahæstir UMFN: Hjörtur Hrafn Einarsson 20, Rúnar Ingi Erlingsson 16, Ragnar Ólafsson 15, Friðrik Guðni Óskarsson 12, Alfreð Elíasson 7, Kristinn Gíslason 8, Anton Pálsson 6 og Sigurður Svansson 4.

Af vef UMFN

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024