Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 1. júní 2008 kl. 22:13

Sigurgangan á enda

Keflvíkingar máttu sætta sig við sitt fyrsta tap á leiktíðinni þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Þrótti í Reykjavík í kvöld, 3-2.

Þannig leið sigurganga þeirra undir lok, en þeir höfðu unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Michael Jackson kom Þrótturum yfir á 17. mínútu en Guðjón Árni Antoníusson jafnaði metin eftir um hálftíma leik.


Þannig var staðan allt fram á 76. mín þegar Keflvíkingurinn fyrrverandi Adolf Sveinsson kom sínum mönnum í Þrótti í 2-1. Hjörtur Hjartarson kom Þrótturum svo í 3-1 á 84. mínútu og gerði út um leikinn en Hólmar Örn Rúnarsson náði að rétta hlut Keflvíkinga á lokamínútunum rétt áður en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot.


Keflvíkingar eru enn í efsta sæti deildarinnar en FH getur skotist upp fyrir þá með sigri á Grindavík á morgun.