Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurganga Víðismanna heldur áfram
Sunnudagur 29. maí 2016 kl. 11:41

Sigurganga Víðismanna heldur áfram

Sandgerðingar og Vogamenn töpuðu í 3. deildinni

Víðismenn eru með fullt hús stiga og hafa ekki ennþá fengið á sig mark í 3. deildinni í fótbolta. Þeir unnu í gær 4-0 sigur á liði KFR á heimavelli sínum og hafa því unnið þrjá fyrstu leikina sína í deildinni auk þess að vera í 16 liða úrslitum í bikarkeppni.

Staðan í hálfleik í gær var 2-0 fyrir heimamenn en mörkin skoruðu þeir Helgi Þór Jónsson og Milan Tasic. Helgi bætti svo við marki í síðari hálfleik en það var Tómas Jónsson sem skoraði fjórða markið undir lok leiks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki gengur eins vel hjá Reynismönnum, en þeir töpuðu 2-4 á heimavelli sínum í gær gegn Kára. Þorsteinn Þorsteinsson og Birkir Freyr Sigurðsson skoruðu fyrir Sandgerðinga í leiknum.

Þróttarar frá Vogum þurftu einnig að sætta sig við tap en þeir léku á útivelli gegn Einherja á Vopnafirði. Lokatölur leiksins 3-2 þar sem Kristinn Aron Hjartarson og Aron Elfar Jónsson skoruðu mörk Þróttara.