Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurganga Ólafsvíkinga ekki stöðvuð í Sandgerði
Miðvikudagur 11. ágúst 2010 kl. 15:07

Sigurganga Ólafsvíkinga ekki stöðvuð í Sandgerði


Reyni Sandgerði tókst ekki að stöðva sigursælt lið Víkings frá Ólafsvík þegar liðin áttust við á Sandgerðisvelli í gærkvöldi í 2. deild karla í knattspyrnu. Ólafsvíkingar sitja í toppsæti deildarinnar og hafa ekki tapað leik í sumar. Þeir voru ekkert á því að breyta þeirri stöðu og lögðu heimamenn að velli með tveimur mörkum gegn engu. Aleksandrs Cekulajevs skoraði bæði mörkin. Eftir leikinn situr Reynir í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 16 leiki.

Á sama tíma voru Víðismenn að kljást við ÍH en leikurinn var þýðingamikill í botnbaráttunni þar sem bæði liðin berjast fyrir tilveru sinni í deildinni. ÍH hafði betur í viðureigninni með einu marki gegn engu. Víðir er þar með í næst næðsta sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir ÍH en á leik til góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024