Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram
Mánudagur 8. nóvember 2004 kl. 17:19

Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram

Strákarnir í 10.flokki Njarðvíkur í körfuknattleik halda enn áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þeir unnu alla leiki sína í annari umferð Íslandsmótsins sem fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi um helgina.
Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði og sigruðu alla fjóra leiki sína örugglega.

Fyrsti leikurinn, sem var gegn Breiðablik, var þó óvenju jafn en endaði 69-52.  Næsti leikur var gegn Grindavík og var mun öruggari. Lokatölur voru 76-32 eftir svakalegan endasprett Njarðvíkinga.

Á sunnudeginum léku þeir fyrst gegn Fjölni og unnu góðan sigur gegn sterku liði heimamanna, 65-40.
Síðasti leikurinn var svo gegn Keflvíkingum og vannst, 80-42.

Strákarnir hafa ekki tapað leik síðan 11. nóvember 2001 og eru síðan komnir 69 leikir í öllum keppnum samkvæmt heimasíðu Njarðvíkur.

Þar er einnig greint frá því að ekkert lið hefur farið upp um alla yngri flokka og unnið alla titla sem eru í boði, en nú hafa Njarðvíkurdrengirnir færi á að skrá sig í metabækurnar.
Mynd/umfn.is Frá Scania Cup í sumar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024